Suárez fékk gullskóinn

Luis Suárez með gullskóinn ásamt börnunum sínum, Delfinu og Benjamin.
Luis Suárez með gullskóinn ásamt börnunum sínum, Delfinu og Benjamin. AFP

Úrúgvæinn Luis Suárez, framherji Barcelona, fékk afhentan gullskóinn í gær fyrir að verða markahæsti leikmaðurinn í Evrópu á síðustu leiktíð.

„Ég hefði ekki getað ímyndað mér að verða markakóngur. Ég hugsaði bara um að verða meistari og að vinna Meistaradeildina,“ sagði Suárez þegar hann tók á móti gullskónum í Barcelona í gær.

„Ég er með samherja sem auðvelda mér vinnuna en auðvitað þarf ég að vera á réttum stað,“ sagði Úrúgvæinn, sem skoraði 40 mörk í spænsku deildinni á síðustu leiktíð, en þessi 29 ára gamli sóknarmaður kom til liðsins frá Liverpool fyrir tveimur árum. Suárez skoraði fjórum mörkum meira en Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín, sem skoraði 36 mörk fyrir ítalska liðið Napoli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert