Þrjátíu valdir vegna Gullboltans

Lionel Messi tók við Gullboltanum fyrir árið 2015, í fimmta …
Lionel Messi tók við Gullboltanum fyrir árið 2015, í fimmta skipti á átta árum. AFP

Franska tímaritið France Football tilkynnti í dag hvaða 30 leikmenn kæmu til greina í kjörinu um Gullboltann, „Ballon d’Or“, sem afhentur verður í 51. skipti í árslok, en þar er kosinn besti knattspyrnumaður heims árið 2016.

France Football stendur nú eitt að kjörinu á nýjan leik eftir að hafa verið í samvinnu við FIFA um kjörið undanfarin sex ár. Tímaritið stóð áður að kjörinu frá 1956 til 2009, en íþróttafréttamenn frá 193 þjóðum í öllum heimsálfum greiða atkvæði í kjörinu. Fyrirliðar og þjálfarar landsliða aðildarlanda FIFA taka ekki lengur þátt í því eins og á meðan FIFA stóð að framkvæmdinni með Frökkunum.

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa einokað kjörið undanfarin átta ár. Messi vann 2009, 2010, 2011, 2012 og 2015 en Ronaldo 2008, 2013 og 2014.

Þessir 30 leikmenn eru eftirtaldir:

Sergio Agüero (Manchester City)
Pierre-Emerick Aubameyang (Dortmund),
Gareth Bale (Real Madrid)
Gianluigi Buffon (Juventus)
Cristiano Ronaldo (Real Madrid)
Kevin de Bruyne (Manchester City)
Paulo Dybala (Juventus)
Diego Godin (Atlético Madrid)
Antoine Griezmann (Atlético Madrid)
Gonzalo Higuaín (Juventus)
Zlatan Ibrahimovic (Manchester United)
Andrés Iniesta (Barcelona)
Koke (Atlético Madrid)
Toni Kroos (Real Madrid)
Robert Lewandowski (Bayern München)
Hugo Lloris (Tottenham)
Riyad Mahrez (Leicester)
Lionel Messi (Barcelona)
Luka Modric (Real Madrid)
Thomas Müller (Bayern München)
Manuel Neuer (Bayern München)
Neymar (Barcelona)
Dimitri Payet (West Ham)
Pepe (Real Madrid)
Paul Pogba (Manchester United)
Rui Patricio (Sporting Lissabon)
Sergio Ramos  (Real Madrid)
Luis Suárez (Barcelona)
Jamie Vardy (Leicester)
Arturo Vidal (Bayern München)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert