Verður Viðar Örn markakóngur?

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. mbl.is/Eggert

Viðar Örn Kjartansson á góða möguleika á að enda sem markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þó svo að hann sé fyrir nokkru farinn frá Malmö til liðs við ísraelska liðið Maccabi Tel-Aviv.

Þegar þremur umferðum er ólokið í sænsku úrvalsdeildinni er Viðar Örn markahæstur í deildinni. Hann skoraði 14 mörk í leikjunum 20 sem hann lék með liðinu áður en hann var seldur til Maccabi Tel-Aviv.

Viðar hefur skorað tveimur mörkum meira en Sebastian Andersson úr Norrköping, John Owoer úr Häcken og Viktor Prodell sem leikur með Elfsborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert