Arnar stýrir Ara og Sverri

Arnar Þór Viðarsson stýrir æfingu Lokeren í morgun.
Arnar Þór Viðarsson stýrir æfingu Lokeren í morgun. Ljósmynd/Kristján Bernburg

Þjálfara landsliðsmannanna Ara Freys Skúlasonar og Sverris Inga Ingasonar hjá belgíska knattspyrnufélaginu Lokeren, Georges Leekens, hefur verið sagt upp. Ari og Sverrir fá íslenskan þjálfara í staðinn.

Leekens var sagt upp eftir að Lokeren tapaði gegn Oostende í gærkvöld en það var þriðja tap liðsins í röð, og er Lokeren í 12. sæti af 16 liðum belgísku úrvalsdeildarinnar með aðeins 10 stig eftir 12 leiki.

Arnar Þór Viðarsson tekur við starfi Leekens tímabundið, en Arnar hefur verið varaliðsþjálfari og aðstoðarþjálfari hjá Lokeren og starfað fyrir félagið sem leikmaður eða þjálfari í mörg ár. Arnar er sagður stýra Lokeren á meðan leit standi yfir að nýjum þjálfara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert