Zidane er áhyggjulaus

Zinedine Zidane þekkir það vel hve miklar kröfur stuðningsmenn Real …
Zinedine Zidane þekkir það vel hve miklar kröfur stuðningsmenn Real Madrid geta gert, eins og í tilviki Cristiano Ronaldo. AFP

Zinedine Zidane, þjálfari Evrópumeistara Real Madrid vísar því á bug að hann hafi áhyggjur af vandræðum Cristiano Ronaldo upp við markið sem hafa leitt til þess að stuðningsmenn Madridarliðsins hafa baulað á Portúgalann.

Ronaldo hefur skorað fjögur mörk í níu leikjum með Real Madrid í deildinni á tímabilinu frá því hann sneri aftur út á völlinn eftir hnémeiðsli sem hann varð fyrir á EM í sumar. Ronaldo hefur ekki náð að skora í síðustu tveimur leikjum sinna manna og hann fékk að heyra það frá pirruðum stuðningsmönnum liðsins þegar honum brást bogalistin úr nokkrum góðum færum á móti Bilbao um síðustu helgi.

„Ég myndi auðvitað vilja að hann skoraði tvö til þrjú mörk í hverjum leik en ég hef ekki áhyggjur því ég veit að þetta líður hjá. Hann er að fá færin og það kemur að því að hann nýti þau. Það var líka baulað á mig þegar ég var leikmaður liðsins og það gerist þegar stuðningsmennirnir vænta mikils af leikmanninum,“ sagði Zidane við fréttamenn í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert