Rúnar var snöggur að semja

Geert Dirinck aðstoðarþjálfari, Rúnar Kristinsson þjálfari og Arnar Þór Viðarsson …
Geert Dirinck aðstoðarþjálfari, Rúnar Kristinsson þjálfari og Arnar Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari á æfingasvæði Lokeren í dag. Ljósmynd/Kristján Bernburg

„Um leið og þjálfarinn var látinn fara, settu þeir [forráðamenn Lokeren] sig í samband við mig,“ sagði Rúnar Kristinsson, nýráðinn þjálfari Lokeren, þegar mbl.is náði sambandi við hann í dag. 

„Ég flaug hingað niður eftir eldsnemma í gærmorgun og við fórum beint í samningaviðræður. Við gengum frá samningnum að mestu leyti í gær en kláruðum dæmið í morgun. Skrifað var undir í hádeginu í dag þegar búið var að teikna allt upp,“ sagði Rúnar. 

Arnar Þór Viðarsson verður Rúnari til halds og trausts en báðir léku þeir lengi með Lokeren. Íslensku landsliðsmennirnir Ari Freyr Skúlason og Sverrir Ingi Ingason eru í leikmannahópi liðsins. 

Nánar er rætt við Rúnar í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert