Mjög sérstakt en þá verð ég bara 20% betri en þeir

Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi sigur var mjög mikilvægur upp á það að koma okkur á beinu brautina. Þetta hefur verið rosalega þungt tímabil og þessi sigur var mjög kærkominn fyrir alla hjá félaginu,“ segir Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Rapid Vín í Austurríki. Rapid hafði leikið sex leiki í röð án sigurs þegar Arnór skoraði eina markið í sigri á St. Pölten um helgina.

Eftir að Arnór upplifði mikla sælutíð hjá Norrköping í Svíþjóð síðustu ár og var algjör lykilmaður í því að landa sænska meistaratitlinum í fyrra, auk þess að skína skært með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi, hefur fyrsta leiktíðin í Austurríki reynst Arnóri, sem og liðsfélögum hans, erfið. Þrír þjálfarar hafa stýrt Rapid síðan Arnór var keyptur fyrir metfé í byrjun sumars, og sá nýjasti lét hafa eftir sér að Íslendingurinn, og aðrir erlendir leikmenn Rapid, yrðu að gjöra svo vel að spila 20% betur en Austurríkismennirnir í liðinu.

Frétti á EM af nýjum þjálfara

„Þegar ég skrifaði undir hjá félaginu var Zoran Barisic þjálfari hérna, og hafði verið lengi. Ég fékk svo þær fréttir á EM að það væri búið að skipta um þjálfara, sem kom flestöllum á óvart því Zoran hafði gert góða hluti tímabilið á undan. Það tók sinn tíma að venjast nýjum þjálfara og það gekk ekki allt upp hjá honum, svo hann var látinn fara og það er aftur kominn nýr þjálfari. Maður er því alltaf að venjast einhverjum breytingum og það getur tekið á,“ segir Arnór.

Viðtalið við Arnór í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert