Neymar dýrastur en Ronaldo sjöundi

Neymar er 24 ára gamall, fimm árum yngri en Messi …
Neymar er 24 ára gamall, fimm árum yngri en Messi og sjö árum yngri en Ronaldo. AFP

Samkvæmt nýrri rannsókn er það hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi sem er verðmætasti knattspyrnumaður Evrópu í dag, heldur félagi Messis hjá Barcelona, Neymar.

Neymar er virði 247 milljóna evra og einn tíu leikmanna sem leika í Evrópu, sem eru virði 100 milljóna evra eða meira. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum CIES Football Observatory. Við mat á virði leikmanna er tekið tillit til ýmissa þátta, til dæmis varðandi frammistöðu leikmanna auk aldurs og tímalengdar samnings þeirra við núverandi félag.

Messi er næstverðmætastur, metinn á 170,5 milljónir evra, en athygli vekur að Ronaldo, handhafi gullknattarins og knattspyrnumaður ársins 2016 hjá FIFA, er sjöundi á listanum. Þessi 31 árs gamli Portúgali er metinn á 126,5 milljónir evra.

Þessir eru í efstu tíu sætunum:

  1. Neymar, Barcelona - 246,8 m. evra
  2. Lionel Messi, Barcelona - 170,5
  3. Paul Pogba, Man. Utd - 155,3
  4. Antoine Griezmann, Atlético Madrid - 150,4
  5. Luis Suárez, Barcelona - 145,2
  6. Harry Kane, Tottenham - 139,2
  7. Cristiano Ronaldo, Real Madrid - 126,5
  8. Paulo Dybala, Juventus - 113,8
  9. Dele Alli, Tottenham - 110,5
  10. Eden Hazard, Chelsea - 101,5
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert