Sverrir Ingi kynntur formlega hjá Granada

Sverrir Ingi Ingason með treyju Granada í dag.
Sverrir Ingi Ingason með treyju Granada í dag. Ljósmynd/Twittersíða Granada

Sverrir Ingi Ingason var nú rétt í þessu kynntur á fréttamannafundi sem leikmaður spænska 1. deildarliðsins Granada eftir að gengið var frá kaupum á honum frá Lokeren í Belgíu.

Sjá frétt mbl.is: Sverrir orðinn leikmaður Granada

„Ég get hjálpað liðinu á ýmsum sviðum og er tilbúinn í slaginn strax á laugardaginn. Ég vona að liðinu fari aðganga betur í næstu leikjum. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og eitthvað sem ég gat ekki sleppt að spila í þessari deild,“ sagði Sverrir Ingi meðal annars á fundinum.

Sjá frétt mbl.is: Tek áhættu en er mjög bjartsýnn

Sverrir Ingi mun spila í treyju númer 25 hjá Granada, en neðst í fréttinni má sjá myndir af honum frá blaðamannafundinum.

Á sama tíma kynnti Granada annan leikmann, gríska landsliðsmanninn Panagiotis Kone sem kemur á láni frá Udinese á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert