„Vítaspyrnan var vendipunkturinn“

Leikmenn Mónakó súrir á svip eftir tapið í kvöld.
Leikmenn Mónakó súrir á svip eftir tapið í kvöld. AFP

Leonardo Jardim þjálfari Mónakó er ekki búinn að játa sig sigraðan þrátt fyrir 5:3 tap gegn Manchester City í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

„Þetta var líklega einn mest spennandi leikurinn í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Þetta var frábær fótboltaleikur. Vendipunkturinn í leiknum var þegar við nýttum ekki vítaspyrnuna. Þar hefðum við komist í 3:1. En það eru 90 mínútur eftir og þetta er ekki búið,“ sagði Jardim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert