Barcelona skaust á toppinn

Messi skoraði sigurmarkið.
Messi skoraði sigurmarkið. AFP

Barcelona sigraði Atlético Madrid, 2:1, á útivelli í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag og skaust í efsta sæti deildarinnar, í bili að minnsta kosti.

Staðan að loknum fyrri hálfleik í höfuðborg Spánar var markalaus en Rafinha kom gestunum yfir á 64. mínútu. Varnarjaxlinn Diego Godin jafnaði metin en það var svo Messi sem tryggði Barcelona stigin þrjú með marki fjórum mínútum fyrir leikslok.

Barcelona er með 54 stig eftir 24 leiki en Real Madrid er með 52 stig og á tvo leiki til góða á Barcelona. Real sækir Villareal heim í kvöld og getur með sigri þar komist aftur í toppsæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert