Viðar með fjögurra marka forskot

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. AFP

Viðar Örn Kjartansson stendur vel að vígi í baráttunni um markakóngstitilinn í ísraelsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Hann skoraði sitt fimmtánda mark í deildinni á laugardagskvöldið þegar Maccabi Tel-Aviv vann nágrannaliðið Bnei Yehuda, 2:0.

Viðar kom til Maccabi Tel-Aviv í haust frá Malmö í Svíþjóð og hann skoraði níu mörk fram að áramótum, sex þeirra í deildinni, tvö í bikarkeppninni og eitt í Evrópudeildinni. Á þessu ári hefur hann verið sjóðheitur og skorað níu mörk í níu leikjum liðsins í deildinni, auk þess að skora eitt mark í bikarkeppninni þar sem lið hans er í átta liða úrslitum og stendur vel að vígi eftir útisigur, 1:0, á Maccabi Petah-Tikva í fyrri leiknum. Sá seinni fer fram annað kvöld.

Viðar er nú með fjögurra marka forskot á næsta mann í deildinni en það er Nígeríumaðurinn Anthony Nwakaeme sem hefur skorað 11 mörk fyrir Hapoel Beer Sheva. Þriðji er annar leikmaður sama liðs, Ísraelsmaðurinn Ben Sahar, sem hefur skorað 10 mörk og síðan koma tveir leikmenn með 9 mörk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert