Valinn bestur í áttunda sinn

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Cristiano Ronaldo var í gærkvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Portúgal og er þetta í áttunda sinn sem hann hlýtur þessa viðurkenningu.

Ronaldo leiddi Portúgala til sigurs á Evrópumótinu í Frakklandi í fyrra og varð Evrópumeistari með Real Madrid eftir sigur á Atlético Madrid í úrslitaleik.

Ronaldo hafði betur í baráttunni við varnarmanninn Pepe og markvörðinn Rui Patricio.

„Árið 2016 var sérstakt ár fyrir mig því Evrópumeistaratitillinn sem ég vann með Portúgal var eini titillinn sem mig vantaði í safnið,“ segir Ronaldo.

Renato Sanches, leikmaður þýsku meistaranna í Bayern München, var kjörinn besti ungi leikmaðurinn á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert