Fékk hnjask á hálsinn

Emil Hallfreðsson í leik með Udinese.
Emil Hallfreðsson í leik með Udinese. AFP

Emil Hallfreðsson, leikmaður ítalska liðsins Udinese, var einn þriggja leikmanna íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sem tóku þátt í leiknum gegn Kósóvó um síðustu helgi, sem urðu að draga sig út úr hópnum fyrir vináttuleikinn gegn Írum í kvöld vegna meiðsla.

Hinir tveir voru Gylfi Þór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason.

„Ég varð fyrir smá hnjaski á hálsinum í leiknum en ég er búinn vera smá slæmur í hálsinum eftir byltu sem ég fékk í leiknum við Juventus á dögunum. Okkur fannst því skynsamlegast að hvíla þennan leik og taka ekki neina áhættu,“ sagði Emil við mbl.is en hann vonast til geta verið með Udinese á sunnudaginn þegar liðið sækir Torino heim í ítölsku A-deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert