„Voru frábærir á Evrópumótinu“

Martin O'Neill.
Martin O'Neill. AFP

„Íslendingar voru frábærir á Evrópumótinu í fyrra, þeir unnu sinn leik í undankeppni HM á föstudaginn og þeir koma til með að gera okkur skráveifu,“ segir Martin O'Neill þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem mætir Íslendingum í vináttuleik í Dublin í kvöld.

„Ég vona að þeir leikmenn sem hefja leikinn og þeir sem koma inná nýti tækifærið og geri tilkall í liðið í framtíðinni,“ segir O'Neill en líkt og Heimir Hallgrímsson mun hann gera talsverðar breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum við Wales um síðustu helgi.

Írar hafa haft gott tak á Íslendingum en í tíu leikjum þjóðanna hafa þeir unnið sjö leiki og jafnteflin eru þrjú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert