Birkir lagði upp jöfnunarmark

Birkir Már Sævarsson átti stoðsendingu í jafntefli Hammarby í dag.
Birkir Már Sævarsson átti stoðsendingu í jafntefli Hammarby í dag. AFP

Birkir Már Sævarsson, landsliðsbakvörður í knattspyrnu, lagði upp jöfnunarmark Hammarby sem gerði 1:1-jafntefli gegn Kalmar í annarri umferð sænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Ögmundur Kristinsson stóð að vanda á milli stanganna á marki Hammarby, Birkir Már Sævarsson stóð vaktina í hægri bakverði liðsins og Arnór Smárason lék allan leikinn á hægri vængnum hjá liðinu.

Pape Alioune Diouf kom Kalmar yfir á 14. mínútu leiksins, en Birkir Már átti síðan stoðsendingar í marki Björns Paulsens sem jafnaði metin undir lok leiksins og þar við sat.

Jón Guðni Fjóluson lék allan tímann í 1:0-tapi Norrköping gegn Östersund. Alfons Sampsted sat allan tímann á varamannabekk Norrköping, en Arnór Sigurðsson og Guðmundur Þórarinsson voru ekki í leikmannahópi liðsins.

Norrköping hefur þrjú stig eftir tvær umferðir, en Hammarby nældi sér hins vegar í sitt fyrsta stig á leiktíðinni með jafnteflinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert