Árni stimplaði sig inn í Svíþjóð

Árni Vilhjálmsson skoraði í sigri Jönköping Södra í dag.
Árni Vilhjálmsson skoraði í sigri Jönköping Södra í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árni Vilhjálmsson opnaði markareikning sinn fyrir Jönköpings Södra þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3:1-sigri gegn Kalmar í þriðju umferð sænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla í dag.

Árni var í byrjunarliði Jönköpings Södra í dag, en var skipt af velli á 58. mínútu leiksins. Þetta var fyrsti sigur Jönköpings Södra í deildinni á tímabilinu, en liðið hefur fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Þá skoraði Arnór Smárason annað mark Hammarby sem lagði AIK að velli, 2:1. Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason spiluðu allir allan leikinn fyrir Hammarby, en Haukur Heiðar Hauksson var ekki í leikmannahópi AIK.

Hammarby og AIK eru jöfn að stigum með fjögur stig og sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar eftir að hafa leikið þrjá leiki hvort lið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert