Skattsvik Messi staðfest í hæstarétti

Messi sést hér í dómsal þegar málið var tekið fyrir …
Messi sést hér í dómsal þegar málið var tekið fyrir síðasta sumar. AFP

Hæstiréttur Spánar hefur staðfest dóm yfir argentínska knattspyrnukappanum Lionel Messi. Hann er dæmdur til 21 mánaðar fang­elsis­vist­ar og þarf auk þess að greiða tvær milljónir evra í sekt.

Ákær­an sner­ist um skattsvik sem námu 4,1 millj­ón evra á tíma­bil­inu 2007 til 2009 en faðir Messi, Jor­ge Messi, var dæmdur í 15 mánaða fangelsi.

Rík­is­sak­sókn­ar­inn í mál­inu seg­ir að feðgarn­ir hafi hvorki getað sýnt fram á sak­leysi sitt né að Messi hafi ekki vitað um gjörn­ing­ana sem voru gerðir til að lækka skatt­byrðina.

Skatta­skjól í Belís og Úrúg­­væ voru notuð til að fela tekj­ur af ímynd­ar­rétti. Feðgarn­ir munu ekki þurfa að dúsa í fang­elsi vegna þess að sam­kvæmt spænsk­um lög­um er hægt að afplána dóma sem eru und­ir tveim­ur árum á skil­orði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert