Létust í troðningi á knattspyrnuleik

Björgunarfólk aðstoðar slasaða.
Björgunarfólk aðstoðar slasaða. AFP

Fjórir létu lífið og margir slösuðust í troðningi sem varð á leik Motagua og Honduras Progreso í efstu deild knattspyrnunnar í Hondúras í gær.

Uppselt var á leikinn sem var seinni viðureign liðanna í umspili um meistaratitilinn í Hondúras. Fjölmiðlar í landinu greina frá því að of margir miðar hafi verið seldir á leikinn.

Forráðamenn Motagua neita því að of margir miðar hafi verið seldir. Þeir segjast hafa varað yfirvöld við því að fjöldi falsaðra miða væri í umferð.

Fjöldi fólks með falsaða miða hafi náð að komast inn á völlinn og þar með hafi það fólk náð sætum af öðrum sem keypt höfðu miða. Aðrir höfðu þá neyðst til að yfirvega leikvanginn og við það hafi myndast troðningur.

Leikurinn fór fram þrátt fyrir allt. Motagua vann leikinn 3:0 og einvígið samanlagt 7:1.

„Við sendum fjölskyldum og vinum fórnarlambanna samúðarkveðjur,“ sagði í yfirlýsingu frá Motagua en þar kom einnig fram að vonast væri til að þeir sem meiddust myndu ná sér fljótt og örugglega.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert