Reus frá keppni næstu mánuðina

Marco Reus fagnar með stuðningsmönnum Dortmund eftir sigurinn í þýsku …
Marco Reus fagnar með stuðningsmönnum Dortmund eftir sigurinn í þýsku bikarkeppninni. AFP

Þýski landsliðsmaðurinn Marco Reus, leikmaður þýska knattspyrnuliðsins Borussia Dortmund, verður frá keppni næstu mánuðina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleik Dortmund og Eintracht Frankfurt á laugardaginn.

Reus, sem hefur verið afar óheppinn með meiðsli á sínum ferli, er með skaddað krossband í hné og gæti þurft að gangast undir aðgerð en Dortmund hampaði bikarmeistaratitlinum eftir 2:1 sigur á ólympíuleikvanginum í Berlín.

Ljóst er að Reus missir af byrjun næsta tímabils en hann missti af 16 leikjum sinna manna á nýliðnu tímabili vegna meiðsla. Hann skoraði 7 mörk í þeim 17 leikjum sem hann spilaði með Dortmund í þýsku deildinni og þá skoraði hann fjögur mörk í Meistaradeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert