Hallbera lagði upp sigurmark gegn Glódísi

Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrir miðju, lagði upp sigurmarkið gegn Glódísi …
Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrir miðju, lagði upp sigurmarkið gegn Glódísi Perlu Viggósdóttur, til hægri. mbl.is/Golli

Það var Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þar sem Djurgården vann óvæntan sigur á toppliði Eskilstuna, 1:0.

Hallbera Guðný Gísladóttir lagði upp sigurmarkið um miðjan síðari hálfleikinn, en hún spilaði allan leikinn með Djurgården eins og Guðbjörg Gunnarsdóttir í markinu.

Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina allan tímann í vörn Eskilstuna, sem var þarna að tapa sínum fyrsta leik í deildinni eftir átta umferðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert