Kom á óvart hversu lélegur hann er

Nicklas Bendtner
Nicklas Bendtner AFP

Frederik Pallesen, tvítugur varnarmaður Haugesund í norsku úrvalsdeildinni skaut fast á danska framherjann Nicklas Bendtner hjá Rosenborg sem tapaði gegn Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í dag, 1:0, en Daninn klúðraði einu góðu færi í leiknum í dag.

„Ég hafði það bara notalegt með honum. Hann labbar bara um og talar allan leikinn. Það kom eigilega á óvart hversu lélegur hann var. Það er ekki mjög erfitt að spila á móti honum,” sagði Pallesen við VG en áður en Bendtner gekk í raðir Rosenborg var talað um hann sem eitt af stærstu nöfnunum sem spilað hefur í norsku úrvalsdeildinni og var m.a. borinn saman við Eið Smára Guðjohnsen sem lék með Molde um stutt skeið.

Bendtner hefur skorað fjögur mörk á leiktíðinni í 12 leikjum og Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg kom honum til varnar, og segja má að hann hafi jarðað Pallesen.

„Það er hann (Pallesen) sem leyfir honum að fá færið. Hann hefði átt að passa hann betur,” svaraði Ingebrigtsen

„Mér er slétt sama um Pallesen. Hvað er hann, 17 ára? Og hefur spilað 10 úrvalsdeildarleiki? Við skoðuðum Haugesund, og Pallesen, og hann er hægt að tengja við helming markanna (sem þeir fá á sig). Hann á bara að vinna í sjálfum sér,” sagði Ingebjartsen.

Matthías Vilhjálmsson kom inn á á 55. mínútu hjá Rosenborg í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert