Messi borgar sig frá fangelsisdómi

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona hefur samþykkt að borga hærri sekt fyrir skattsvik sín og hreinsa þannig nafn sitt frá því að hafa verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.

Messi var á síðasta ári dæmdur til 21 mánaðar fangelsisvistar og til þess að greiða 2 milljónir evra í sekt. Ákær­an sner­ist um skattsvik sem námu 4,1 millj­ón evra á tíma­bil­inu 2007 til 2009 en faðir Messi, Jor­ge Messi, var dæmdur í 15 mánaða fangelsi.

Hæstiréttur Spánar staðfesti dóminn í síðasta mánuði, en Messi mun nú hins vegar borga um 250 þúsund evrur til viðbótar við fyrrnefnda sekt og mun þá ekki eiga það á hættu að rjúfa skilorð og þurfa að sitja af sér dóminn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert