EM-skeggið í nýju hlutverki

Skegg Arons Einars Gunnarssonar vakti mikla athygli á EM í …
Skegg Arons Einars Gunnarssonar vakti mikla athygli á EM í Frakklandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Víkingaskegg“ landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar vakti athygli víða um heim á Evrópumótinu í knattspyrnu í fyrra en hefur nú fengið nýtt hlutverk.

Aron lét skeggið fjúka í febrúar en vefmiðillinn Kaffid.is segir frá því í dag að Aron hafi látið búa til veiðiflugu úr hluta skeggsins. Fluguna hafi hann svo gefið Arnóri Þór, bróður sínum og landsliðsmanni í handbolta, sem sé mikill veiðimaður.

Flugan sem Arnór fékk að gjöf frá bróður sínum.
Flugan sem Arnór fékk að gjöf frá bróður sínum. Ljósmynd/Skjáskot
Aron Einar rakaði af sér skeggið í febrúar.
Aron Einar rakaði af sér skeggið í febrúar.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert