María Þórisdóttir í norska hópnum

María Þórisdóttir.
María Þórisdóttir. Ljósmynd/

Knattspyrnukonan María Þórisdóttir er í norska landsliðshópnum sem fer á EM í Hollandi í næsta mánuði. María mun því fara á sitt annað stórmót með norska liðinu, en hún var einnig í hópnum sem fór á HM í Kanada fyrir tveimur árum. 

María er dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara kvennaliðs Noregs í handbolta. María á 13 A-landsleiki fyrir Noreg og kom sá fyrsti gegn Íslandi á Algarve-mótinu í mars árið 2015.

Noregur er í riðli með Hollandi, Danmörku og Belgíu á EM. Fyrsti leikur norska liðsins er gegn Hollandi 16. júlí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert