Portúgal skoraði ekki í vítakeppni

Claudio Bravo varði þrjár vítaspyrnur.
Claudio Bravo varði þrjár vítaspyrnur. AFP

Síle er komið í úrslit Álfukeppninnar í knattspyrnu eftir 3:0 sigur á Portúgal í vítaspyrnukeppni í Kazan í kvöld. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma, né framlengingu, og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Þar varði Claudio Bravo, markmaður Manchester City, allar þrjár spyrnur Portúgala á meðan liðsfélagar hans skoruðu úr öllum þremur spyrnum sínum. 

Sílemenn fengu úrvalsfæri til að vinna leikinn áður en farið var í vítaspyrnukeppnina, en tréverkin komu Portúgal til bjargar, oftar en einu sinni. 

Í vítaspyrnukeppninni skoruðu Arturo Vidal, Charles Aránguiz og Alexis Sánchez úr sínum spyrnum, en Ricardo Quaresma, João Moutinho og Nani náðu ekki að koma boltanum fram hjá Bravo. Síle mætir annaðhvort Þýskalandi eða Mexíkó í úrslitum, en þau eigast við á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert