Ronaldo reiður en verður áfram í Madríd

Cristiano Ronaldo í leik í Áflukeppninni.
Cristiano Ronaldo í leik í Áflukeppninni. AFP

Florentino Pérez, forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, segir Cristiano Ronaldo vera reiðan, en hann á engu að síður von á því að Portúgalinn verði áfram hjá Real Madrid. Ronaldo var á dögunum sakaður um skattsvik og í kjölfarið vildi hann yfirgefa spænska félagið. 

Ronaldo hefur verið orðaður við sitt gamla félag, Manchester United, en hann er með samning við Real til ársins 2021.

„Við munum ræða málin eftir Álfukeppnina,“ sagði Pérez við esRadio, spænska útvarpsstöð. „Hann er reiður, það er á hreinu, en við eigum ekki von á öðru en að hann verði áfram í Madríd, þrátt fyrir það,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert