Kjartan og félagar stöðvuðu sigurgöngu Lyngby

Kjartan Henry var í sóknarlínu Horsens í dag og spilaði …
Kjartan Henry var í sóknarlínu Horsens í dag og spilaði allan leikinn í rigningarslag.

Kjartan Henry Finnbogason og félagar hans í Horsens unnu frábæran sigur á Hallgrími Jónassyni og félögum í Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 4:1 en leikurinn fór fram í Horsens í grenjandi rigningu.

Kjartan Henry lék allan leikinn fyrir Horsens sem byrjar dönsku deildina vel í ár og er með sex stig eftir tvo leiki. Hallgrímur Jónasson var tekinn af leikvelli á 79. mínútu hjá Lyngby í stöðunni 4:1. Lyngby hefur þrjú stig en liðið hafði unnið heila 10 leiki í röð, bæði í deild og Evrópukeppni áður en kom að tapinu gegn Horsens, sem gerir sigur Kjartans og félaga enn sætari fyrir vikið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert