Maccabi með stutta heimildarmynd um Viðar

Aron Bjarki Jósepsson og Viðar Örn Kjartansson í leik KR …
Aron Bjarki Jósepsson og Viðar Örn Kjartansson í leik KR og Maccabi Tel Aviv. mbl.is/Árni Sæberg

Ísraelska knattspyrnufélagið Maccabi Tel Aviv hefur gefið frá sér stutta heimildarmynd um Viðar Örn Kjartansson, leikmann liðsins, eftir að félagið kom í heimsókn hingað til lands til að spila við KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu síðastliðinn fimmtudag. 

Menn á vegum félagsins heimsóttu m.a Kjartan Björnsson, pabba Viðars, þar sem hann fer yfir feril sonar síns og sýnir áhorfendum nokkrar treyjur sem Viðar hefur spilað í. Einnig er talað við vini Viðars sem mættu á völlinn og studdu sinn mann. Skemmtileg viðtöl og svipmyndir frá ferli Viðars má sjá í myndinni. 

Með því að smella hér, getur þú séð myndina skemmtilegu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert