Stór dagur fyrir Wayne Rooney

Wayne Rooney er spenntur fyrir leik kvöldsins.
Wayne Rooney er spenntur fyrir leik kvöldsins. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Wayne Rooney getur ekki beðið eftir leik Everton og Ružomberok frá Slóvakíu í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Þetta verður í fyrsta skipti sem Rooney spilar Evrópuleik fyrir liðið. 

Rooney gekk í raðir Manchester United frá Everton þegar hann var aðeins 18 ára og segist hann ávallt hafa viljað spila Evrópuleik fyrir Everton. 

„Þetta verður tilfinningaþrungið fyrir mig; mig hefur alltaf langað til að spila í Evrópukeppni fyrir Everton og er svolítið vonsvikinn að hafa ekki gert það fyrr, en nú fæ ég tækifærið. Ég vann þennan titil með United á síðustu leiktíð og vonandi komumst við langt,“ sagði Rooney. 

Ásamt Rooney gætu þeir Jordan Pickford, Michael Keane, Davy Klaassen og Cuco Martina spilað sinn fyrsta keppnisleik fyrir liðið eftir að hafa gengið í raðir Everton í sumar. Leikurinn hefst kl. 19:05. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert