Costa líklega til Milan og Madrídar

Diego Costa.
Diego Costa. AFP

Lögfræðingur knattspyrnumannsins Diego Costa hefur staðfest að framherjinn hafi formlega beðið um sölu frá Chelsea. Costa á enga framtíð hjá Chelsea og hefur hann ekkert verið með á undirbúningstímabili liðsins. 

„Við munum gera allt í okkar valdi til að Costa yfirgefi Chelsea," sagði Ricardo Cardoso, lögfræðingur leikmannsins. Samkvæmt heimildum Sky Sports er Atlético Madrid líklegastur næsti áfangastaður framherjans, en hann gæti þó verið lánaður til AC Milan til áramóta. 

Costa var í fjögur ár hjá spænska félaginu, áður en hann gekk í raðir Chelsea fyrir 32 milljónir punda fyrir þremur árum síðan. Atlético er hins vegar í félagsskiptabanni og má ekki skrá nýja leikmenn fyrr en í byrjun næsta árs og gæti það því hentað vel að lána hann til Milan fyrst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert