FH úr leik eftir hetjulega frammistöðu

Böðvar Böðvarsson skoraði bæði mörk FH í kvöld.
Böðvar Böðvarsson skoraði bæði mörk FH í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

FH er úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 3:2-tap gegn Braga á útivelli í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni. FH tapaði fyrri leiknum 2:1 og einvíginu því samanlagt 5:3. 

Böðvar Böðvarsson kom FH yfir á 16. mínútu með skalla en Paulinho jafnaði leikinn skömmu fyrir hlé og var staðan í leikhléi því 1:1. Böðvar var hins vegar aftur á ferðinni á 51. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu. 

Leikurinn stefndi því í framlengingu þangað til Paulinho skoraði sitt annað mark á 80. mínútu. FH reyndi allt hvað það gat að jafna leikinn en Dyego Sousa skoraði sigurmark Braga í uppbótartíma og er Evrópuævintýri FH því á enda. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Braga 3:2 FH opna loka
90. mín. Bruno Xadas (Braga) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert