Lemar til Liverpool?

Thomas Lemar er eftirsóttur af ensku liðunum.
Thomas Lemar er eftirsóttur af ensku liðunum. AFP

Knattspyrnuliðið Liverpool er með í bígerð 60 milljóna punda tilboð í Thomas Lemar, leikmann Mónakó, samkvæmt BBC. Hann yrði þá dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er mikill aðdáandi Lemar, en óvíst er hvort tilboð hafi verið lagt fram. Lemar hefur einnig verið orðaður við Arsenal í sumar, en Wenger sagði fyrir stuttu að Mónakó ætli ekki að selja hann.

Þá er spurning hvort Liverpool takist að krækja í kappann áður en glugginn lokast á fimmtudag. Aðrir miðlar herma að Liverpool hafi nú þegar lagt fram 55,5 milljóna tilboð sem eftir eigi að svara samkvæmt Sky.

Mónakó hefur nú þegar selt Bernardo Silva og Benjamin Mendy til Manchester City, Tiemoue Bakayoko til Chelsea og Kylian Mbappe er við það að landa samningi við Paris St-Germain.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert