Ferill Van Persie í hættu

Robin van Persie.
Robin van Persie. AFP

Ferill hollenska knattspyrnumannsins Robins van Perie gæti verið á enda en komið hefur í ljós að hann sleit krossband í hné í leik Hollendinga og Frakka um síðustu helgi.

Van Persie sneri aftur í hollenska landsliðsins eftir nærri tveggja ára hlé og lék síðustu 25 mínúturnar í 4:0 ósigri gegn Frökkum.

Van Persie, sem er markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi með 50 mörk, verður frá keppni í 7-9 mánuði og spurningin er sú hvort hann eigi afturkvæmt út á völlinn en framherjinn, sem er 34 ára gamall, leikur með Fenerbache í Tyrklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert