Mikael skoraði í toppslagnum

Mikael Neville Anderson.
Mikael Neville Anderson. Ljósmynd/Youtube

Mikael Neville Anderson skoraði mark Vendsyssel sem gerði 1:1 jafntefli við Björn Daníel Sverrisson og félaga í Vejle í dönsku B-deildini í knattspyrnu í dag.

Mark Mikaels, sem er fæddur árið 1998 og er í láni hjá Vendsyssel frá Midtjylland, kom á 19. mínútu, en hann fór af velli á 71. mínútu.

Björn Daníel Sverrisson kom inn á í lið Vejle á 61. mínútu fyrir Jacob Schoop, sem lék með KR-ingum um skeið.

Vejle hefur 17 stig í toppsæti deildarinnar en Vendsyssel 15 stig. Velje á hins vegar leik til góða á toppnum, búið að leika 7 leiki, en Vendsyssel og Thisted  í 2. sæti hafa leikið 8 leiki.

Þá var Frederik Schram á bekknum hjá Roskilde sem gerði 2:2 jafntefli við Esbjerg. Roskilde er 10. sæti af 12 liðum með 8 stig.

Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson. Heimasíða AGF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert