Gekkst undir vel heppnaða aðgerð

Ousmane Dembele.
Ousmane Dembele. AFP

Ousma­ne Dem­bele, sem Barcelona keypti frá Dort­mund á loka­dög­um fé­laga­skipta­glugg­ans og var ætlað að vera arftaki Neym­ars, gekkst undir vel heppnaða aðgerð í Finnlandi í dag vegna meiðsla aftan í læri sem hann varð fyrir í leik með Börsungum um síðustu helgi.

Barcelona staðfesti í dag að sóknarmaðurinn ungi verður frá keppni í þrjá og hálfan mánuð. Hann er 20 ára gamall og varð dýrasti leikmaðurinn í sögu Barcelona þegar það greiddi Dortmund 150 milljónir evra fyrir leikmanninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert