Buffon sló met í kvöld

Gianluigi Buffon í leiknum í kvöld.
Gianluigi Buffon í leiknum í kvöld. AFP

Ítalski markvörðurinn Gianluigi Buffon setti í kvöld met þegar Juventus vann 2:0-sigur á Olympiakos í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

Buffon, sem er 39 ára gamall, var að spila sinn 110. leik í Meistaradeildinni og er nú orðinn leikjahæsti Ítalinn frá upphafi í keppninni. Buffon tók fram úr Paolo Maldini sem spilaði á sínum tíma 109 leiki í keppninni.

Buffon hefur aldrei hrósað sigri í keppninni. Maldini vann Meistaradeildina þrívegis, 1994, 2003 og 2007, auk þess sem hann vann Evrópubikarinn einu sinni, 1989, en það var forveri núverandi fyrirkomulags í Meistaradeildinni. Allt var það með AC Milan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert