Leikið fyrir luktum dyrum í Barcelona

Lögreglumenn við störf á Nou Camp.
Lögreglumenn við störf á Nou Camp. AFP

Leikur Barcelona og Las Palmas í sjöundu umferð spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu karla verður leikinn fyrir luktum dyrum á Nou Camp, heimavelli Barcelona, klukkan 14.15 í dag. 

Forráðamen Barcelona höfðu farið fram á það við spænska knattspyrnusambandið að fá að fresta leiknum vegna óláta í kringum fyrirhugaðar kosningar um sjálfstæði Katalóníu við Nou Camp. 

Spænska knattspyrnusambandið hafnaði þessari beiðni Barcelona og ákvað þess í stað að leikurinn myndi fara fram án þess að stuðningsmönnum yrði hleypt inn á leikvanginn. 

Miklar óeirðir hafa verið í Katalóníu í dag þar sem spænsk lögregluyfirvöld nota kylfur, táragas og byssur með gúmmíkúlum til þess að koma í veg fyrir kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert