Ancelotti tekur sér frí frá fótbolta

Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti AFP

Carlo Ancelotti ætlar að taka sér frí frá fótbolta eftir brottrekstur sem knattspyrnustjóri Bayern München á dögunum. Ítalinn var rekinn eftir 3:0-tap gegn PSG í Meistaradeild Evrópu. 

Ancelotti hefur verið orðaður við AC Milan að undanförnu, en hann gerði liðið að tvöföldum Evrópumeistara á sínum tíma. Milan hefur farið illa af stað í ítölsku deildinni og er sæti Vincenzo Montella orðið heitt. 

Ancelotti hefur hins vegar ekki áhuga á að vera stjóri Milan á næstunni. „Ég mun slaka á næstu tíu mánuði og ekki þjálfa annað lið," sagði hann við Sky Sport Italia. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig beint um brottreksturinn frá Bayern. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert