Barcelona gæti farið í ensku úrvalsdeildina

Lionel Messi gæti spilað með Barcelona í ensku úrvalsdeildinni.
Lionel Messi gæti spilað með Barcelona í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Josep Maria Bartomeu, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, segir að félagið þurfi að ákveða í hvaða deild það verði, fari svo að Katalónía fái sjálfstæði. Barcelona er stærsta borg Katalóníu. 

Mikil átök áttu sér stað á milli spænskra lögreglumanna og mótmælenda í Barcelona um helgina. Margir Katalónar vilja sjálfstæði og ætluðu að kjósa til þess. Spænska ríkisstjórnin greip í taumana og sagði kosningarnar ólöglegar. Framhaldið er því óljóst.

„Fari svo að Katalónía fái sjálfstæði þurfum við að ákveða í hvaða deild við verðum í. Þetta eru erfiðir tímar og við munum taka eins mikinn tíma og hægt er til að taka ákvörðun," sagði Bartomeu við spænska fjölmiðla í dag. 

„Kannski verðum við áfram í spænsku deildinni og kannski færum við okkur í aðra deild. Ítalía, Frakkland og England koma öll til greina,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert