Var ekki besta útgáfan af sjálfum mér

Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. Ljósmynd/Ole Jakobsen

Ólafur Kristjánsson sagði upp störfum hjá danska knattspyrnufélaginu Randers í dag eftir tæplega eitt og hálft ár við stjórnvölinn. Hann segir í samtali við Randers Amtsavis að margir hlutir hafi spilað inn í ákvörðunina. 

„Ég hef hugsað um þetta í svolítinn tíma og ég ákvað að tala við Michael Gravgaard, yfirmann knattspyrnumála Randers í dag. Ég er þakklátur fyrir að hann hlustaði á mig og við fundum góða lausn fyrir alla.“

Hann segist ekki vilja vera í starfi bara til að vera í starfi. 

„Ég var ekki lengur besta útgáfan af sjálfum mér og þá er erfitt að snúa við slæmu gengi. Ég vil ekki vera í starfi, bara til að vera í starfi og fá launin mín. Ég vil finna fyrir eldmóð og gera hlutina að alvöru. Mér fannst ég ekki geta það lengur,“ sagði Ólafur að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert