Buffon besti markvörður ársins

Gianluigi Buffon var tilfinningaríkur í ræðu sinni.
Gianluigi Buffon var tilfinningaríkur í ræðu sinni. AFP

Gianluigi Buffon, markvörður Ítalíumeistara Juventus, var kjörinn besti markvörður ársins 2017 á verðlaunakvöldi FIFA í Lundúnum í kvöld.

Buffon er 39 ára gamall, en hann fékk ekki á sig mark í 600 mínútur í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð þar sem Juventus komst í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Real Madrid. Þá varð hann ítalskur meistari með Juventus.

Þeir sem einnig voru tilnefndir voru Keylor Navas, markvörður Real Madrid, og Manuel Neuer, markvörður Bayern München.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert