Birkir Már viðbeinsbrotnaði

Birkir Már Sævarsson
Birkir Már Sævarsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna í leik með liði sínu Hammarby þegar það tapaði fyrir Halmstad í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær.

„Ég er viðbeinsbrotinn og er á leið í myndatöku,“ sagði Birkir Már í samtali við mbl.is í morgun. Birkir verður þar með ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Tékklandi og Katar sem fram fara í Katar 8. og 14. nóvember en eins og fram kom á mbl.is fyrr í morgun hefur Diego Jóhannesson verið valinn í hópinn í stað Birkis.

Birkir Már lék sinn síðasta leik með Hammarby í gær en samningur hans við félagið er að renna út og ljóst að hann verður ekki áfram með liðinu.

„Framhaldið er óljóst hjá mér og ég er bara að þreifa fyrir mér,“ sagði Birkir sem gekk í raðir Hammarby frá norska liðinu Brann árið 2015.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert