Missa Ítalir af HM í fyrsta sinn í 60 ár?

Gianluigi Buffon, markvörður og fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu.
Gianluigi Buffon, markvörður og fyrirliði ítalska landsliðsins í knattspyrnu. AFP

Ítalir eiga það á hættu að missa af fyrstu úrslitakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í 60 ár en þeir mæta Svíum í umspili um sæti á HM í Rússlandi á næsta ári.

„Heimsmeistarakeppni án Ítalíu er ekki heimsmeistarakeppni,“ er fleyg setning hjá mörgum Ítölum en ítalska landsliðið hefur fjórum sinnum hafa hampað heimsmeistaratitlinum, 1934, 1938, 1982 og 2006. Síðast fór HM fram án Ítala í Svíþjóð 1958.

„Ég hugleiði það ekki einu sinni að við komust ekki á HM. Ég er sannfærður um að við förum til Rússlands.Við erum Ítalía og að missa af HM er ekki valkostur,“ segir Gian Piero Ventura, landsliðsþjálfari Ítala, sem tók við starfinu af Antonio Conte eftir EM í Frakklandi í fyrra.

Fyrri leikur Svía og Ítala fer fram á Friends Arena-vellinum í Stokkhólmi annað kvöld og síðari leikurinn verður á San Síró í Mílanó á mánudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert