„Íslensk formúla“ í Mílanó

Gianluigi Buffon óskar Marcus Berg til hamingju með sætið eftir …
Gianluigi Buffon óskar Marcus Berg til hamingju með sætið eftir leik Ítalíu og Svíþjóðar í Mílanó í gærkvöldi. AFP

Ítalir verða ekki með á HM í Rússlandi næsta sumar. Svíar sáu til þess með því að vinna Ítali 1:0 samanlagt í leikjunum tveimur í umspilinu. Liðin gerðu markalaust jafntefli á San Siro-leikvanginum í Mílanó í gærkvöld. Fara þarf aftur á HM í Svíþjóð árið 1958 til að finna HM karla þar sem Ítalir eru ekki með.

„Kraftaverk í Mílanó“ stóð efst á forsíðu netútgáfu Aftonbladet í gærkvöld. Expressen bætti um betur með fyrirsögninni „Sænskar hetjur“.

Tvær Norðurlandaþjóðir, Íslendingar og Svíar, eru því með keppnisrétt á HM í Rússlandi og sú þriðja gæti bæst í hópinn því Danir eiga eftir að útkljá umspil sitt við Íra en þar er staðan 0:0 eftir fyrri leikinn á Parken.

Svíar beittu „íslenskri formúlu“ ef svo má að orði komast í Mílanó í gær. Spiluðu agað, vörðust vel og börðust fyrir farseðlinum til Rússlands. Ítalir voru ekki sérlega hugmyndaríkir í sókninni þótt sóknarþunginn hafi verið talsverður á köflum. Markvörðurinn snjalli, Gianluigi Buffon, mun því ekki setja met en hann hafði farið á fimm HM í röð og gat bætt því sjötta við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert