Níu ára bið Liverpool á enda í kvöld?

Jürgen Klopp og Roberto Firmino geta náð stórum áfanga í …
Jürgen Klopp og Roberto Firmino geta náð stórum áfanga í kvöld. AFP

Næstsíðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í kvöld þar sem nokkur lið geta endanlega tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitum keppninnar.

Liverpool getur tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitunum þegar liðið mætir Sevilla í toppslag E-riðils. Liverpool hefur 8 stig á toppnum og er stigi á undan spænska liðinu, en sigur fleytir Bítlaborgarliðinu örugglega áfram fyrir síðustu umferð riðlakeppninnar. Það verður í fyrsta sinn síðan tímabilið 2008-2009 sem liðið fer áfram úr riðalkeppni Meistaradeildarinnar, en þetta er raunar aðeins í þriðja sinn síðan þá sem liðið er með í Meistaradeildinni.

Manchester City er öruggt áfram úr F-riðli og mætir Feyenoord frá Hollandi sem hefur tapað öllum sínum leikjum. Í hinni viðureign riðilsins nægir Shakhtar stig gegn Napoli til þess að komast áfram og skilja ítalska toppliðið eftir í Evrópudeildarsæti.

Í H-riðli hefur Tottenham þegar tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitunum en baráttan er á milli Real Madrid og Dortmund að fylgja enska liðinu áfram. Real fer örugglega áfram með sigri gegn APOEL í kvöld.

Leikir kvöldsins:

E-riðill:
Spartak Moskva – Maribor
Sevilla – Liverpool

F-riðill:
Manchester City – Feyenoord
Napoli – Shakhtar

G-riðill:
Besiktas – Porto
Mónakó – Leipzig

H-riðill:
APOEL – Real Madrid
Borussia Dortmund - Tottenham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert