Stuðningsmenn Liverpool fyrir aðkasti

Leikmenn Liverpool þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn í gærkvöld.
Leikmenn Liverpool þakka fyrir stuðninginn eftir leikinn í gærkvöld. AFP

Stuðningsmenn Liverpool, sem ferðuðust til Spánar á leik liðsins gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gær, urðu fyrir miklu aðkasti við völlinn að því er virðist vera frá starfsmönnum leikvangsins.

BBC greinir frá því að forráðamenn Liverpool hafi farið fram á rannsókn á málinu, en sumum var meinaður aðgangur að vellinum á meðan saklausir hlutir voru gerðir upptækir hjá öðrum.

Greint er frá því að lögreglumenn hafi einnig verið viðriðnir málið og greinir einn stuðningsmaður frá því að hafa verið kýldur af lögreglu. Í tilkynningu frá UEFA segir að málið sé komið inn á borð til sambandsins og það verði skoðað nánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert