Sturluð staðreynd!

Brasilíumaðurinn Neymar skoraði tvö af mörkum Paris SG í kvöld.
Brasilíumaðurinn Neymar skoraði tvö af mörkum Paris SG í kvöld. AFP

Stjörnum prýtt lið Paris SG setti nýtt met í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld þegar liðið tók skosku meistarana í Celtic í kennslustund.

Paris SG vann sinn stærsta sigur í Meistaradeildinni frá upphafi, en 7:1 urðu lokatölurnar í París eftir að Celtic hafði náð forystunni strax á fyrstu mínútunni.

Paris SG hefur nú skorað 24 mörk í riðlakeppninni og það er met. Gamla metið var 21 mark sem Borussia Dortmund skoraði á síðustu leiktíð. Parísarliðið getur bætt metið enn frekar en liðið á eftir einn leik í riðlinum, gegn Bayern München.

Mörkin 24 sem Paris SG hefur skorað hafa öll komið frá leikmönnum sem ekki eru uppaldir hjá félaginu en eina markið sem það hefur fengið á sig kom frá uppöldum leikmanni Paris SG. Það skoraði Moussa Dembele fyrir Celtic í kvöld. Sturluð staðreynd!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert