Sigurganga Randers stöðvuð

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. Eggert Jóhannesson

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék allan tímann á milli stanganna hjá Randers í 2:0 tapi liðsins gegn Eggerti Jónssyni og félögum í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fyrir leikinn hafði Randers unnið þrjá leiki af síðustu fjórum. Aðeins tapað gegn toppliði Brøndby. Liðið var því á góðu skriði fram að leiknum í kvöld. Eggert og félagar höfðu líkt og Randers unnið tvo leiki í röð og því búist við spennandi leik í kvöld.

Mikael Uhre kom SønderjyskE í 1:0 á 5. mínútu og Anders Egholm innsiglaði sigurinn á 88. mínútu.

Randers hefur 14 stig í 12. sæti af 14 liðum deildarinnar. Ólafur Kristjánsson hóf tímabilið sem stjóri liðsins en en sagði upp störfum í októbermánuði.

SønderjyskE hefur 21 stig í 8. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert