Barcelona bjargaði stigi í toppslagnum

Lionel Messi í baráttunni í kvöld, en hann lagði upp …
Lionel Messi í baráttunni í kvöld, en hann lagði upp mark og skoraði annað sem var ekki dæmt. AFP

Barcelona slapp fyrir horn í toppslagnum við Valencia í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld, en liðin skildu jöfn, 1:1.

Börsungar voru þó rændir marki í fyrri hálfleik, en upptökur sýna greinilega að boltinn var kominn inn eftir skot Lionel Messi. Það virtist þó fara fram hjá dómurunum og því var markalaust í hálfleik.

Heimamenn í Valencia komust svo yfir á 60. mínútu með marki Rodrigo. Valencia virtist ætla að sigla sigrinum heim, en Jordi Alba jafnaði metin átta mínútum fyrir leikslok eftir undirbúning frá Messi. Niðurstaðan 1:1 jafntefli.

Barcelona er því enn á toppnum, nú með 35 stig og er fjórum stigum á undan Valencia sem er í öðru sæti með 31 stig. Atlético og Real Madrid koma þar á eftir með 27 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert